Fáum sem HÆST orkuverð fyrir orkuauðlindir landsins!

Ekki er hægt að komast hjá að benda á þá villu vegar sem vegferð “Orkan okkar” er á. — Sannleikurinn er sá að hagsmunir Íslands í orkumálum felast í því gera eina stærstu auðlind landsins - orkuna - eins verðmæta og mögulegt er - og að ávinningurinn haldist á Íslandi. Það þýðir að selja rafmagnið á sem HÆSTU verði (eins og t.d fiskinn) en ekki á sem LÆGSTU verði, eins “Orkan okkar” vill. Eins og hagfræðingar (t.d. á sk. “hægri væng stjórnmálanna” og reyndar almennt talað) hafa oft sýnt fram á í gegnum tíðina eru vel útfærðir markaðir og markaðsumhverfi - þ.e. raforkumarkaðir, fiskmarkaðir ofl - besta leiðin til að leiða fram slíkt verðmæti og Orkupakki 3 (O3) er þétt, úthugsað regluverk sem tryggir sem best virkni slíks markaðar og FRJÁLSRA viðskipta. Það er auðvitað firra að ESB standi á hliarlínunni sem aðili að markaði og vilji "gleypa orkulindirnar". O3/ESB beinlínis heimtar að íslendingar (Íslenska ríkið) taki sér þennan ávinning með samræmdum auðlindagjöldum, sem við getum alltaf lagt á og eigum að leggja á orkuvinnsluna og tilheeyrandi orkusölu. Starfshópur ráðuneyta mun vera að skoða þessa kröfu ESB, sbr fyrirspurn og svar forsætisráðherra á Alþingi 2017-2018. Ekki hefur frést af  því að hann hafi lokið störfum. Sjá Vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/148/s/1014.html

 

 


Málshöfðun gegn Belgíu vegna vanefnda að tryggja virkt markaðsumhverfi.

Samkvæmt fréttatilkynningu ESB https://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-4254_en.htm hefur Belgía ekki staðið við samninga um að koma á virku markaðsumhverfi fyrir raforku. Því hefur ESB höfðað mál. Samkvæmt fréttatilkynningunni felst þetta í eftirtöldum þátta, einum eða fleiri:

  1. Ekki hefur verið tryggt að eftirlitsaðilinn (N.k. Orkustofnun Belgíu) sé óháður markaðsaðilum sem taka þátt í raforjkumarkaðnum og einnig óháður pólitískum stjórnvöldum. Það samræmist ekki góðum virkum markaðsreeglum að eftirlitsaðilinn með markaðnum taki við skipiunum frá pólitískt kjörnum aðilum (t.d.) eða framleiðendum eða millisölum og öðrum sem stunda kaup og sölu á vörunni raforka á markaðnum.
  2. Ekki hefur verið tryggt að eigendur eða rekstraraðilar flutningskerfisins séu óháðir framleiðendum, þ.e. söluaðilum orku eða kaupendum orku á markaðnum. Það samræmist sem sé ekki virkum markaðsreglum að flutningsaðili, þ.e. sá sem rekur flutningsvirki eða flutningskerfi og flytur vöruna, sé tengdur þeim sem verslar með vöruna aá markaði. Eins og ég hef bent á annars staðar, er unnt að sjá þetta skýrt með dæmum úr öðrum þjónustukerfum. Hvað mundu ökumenn leigubíla segja ef tiltekin leigubílastöð ætti hluta af gatnakerfi Reykjavíkur og legði óeðlilega hátt veggjald á hinar stöðvarnar og ökumenn þeirra fyrir að fá að aka þessar götur?. Hvað mundu flutningabílstjórar segja ef samkeppnisaðili ræki eða stjórnaði vegakerfinu og tæki veggjöld sem tryggðu ekki óyggjandi sama aðgang allra flutningsaðila sem eru í samkeppni um flutninga á vörum um landið?

Nú bregður svo við að vegna þessa máls er varðar markðasumhcerfið í Belgíu birtist "fréttaskýring" í Morgunblaðinu, þar varað er við hættunni af málshöfðun gegn Íslandi á grundvelli 3. orkupakkans.

Ef og þegar ofangreindar viðurkenndar vinnureglur um virkt markaðsumghverfi eru að fullu virtar og innleiddar á Íslandi þ.e. tryggður fullur aðskilnaður flutnings- og markaðsaðila og sjálfstði eftirlitsaðila, eins og áður er getið ættti ekki að vera hætta á slíkri málssókn. En ég spyr: Getur verið að undirliggjandi slíkri "fréttaskýringu" í Mbl sé sú skoðun Mbl að það vilji halda áfram pólitískum ítökum í rekstri íslensks raforkumarkaðar og að ekki sé tryggður jafn aðgangur aðila sem kaupa og selja rafmagn að flutningi rafmagnsins/vörunnar?IMG_0189

 


5 rangfærslur "Orkunnar okkar"

Um síðast liðin mánaðarmót birti vefurinn "Orkan okkar eftirfarandi fullyrðingar um Orkupakka 3. Engin þeirra stenst skoðun!!!

1. Orkupakkinn færir fullveldi Íslands í orkumálum til ESB.
2. Íslenska raforkan, sem enn er í eigu Íslendinga, fer á sameiginlegan uppboðs-orkumarkað ESB. Íslendingar munu því ekki lengur ráða raforkuverðinu á Íslandi.
3. Allar undantekningar í verðlagningu raforku af hálfu ríkisins verða bannaðar t.d. að selja ódýrari raforku til garðyrkjubænda.
4. Við getum verið þvinguð til að leggja sæstreng og selja raforku til ESB með tilheyrandi orkuskorti og verðhækkunum á Íslandi.
5. Sæstrengur mun auka álagið á náttúru Íslands sem nóg er fyrir vegna virkjanaæðis, sem mun grípa um sig hér á landi.
6. Innleiðing 3. orkupakka ESB kallar á 4. orkkupakka ESB, sem kallar á 5. orkupakka ESB...

ENGIN þessara fullyrðinga stenst, þær eru allar rangar og villandi og sýna því miður á hvaða vegferð "Orkan okkar" að setja fram áróður með blekkingum...

1. Orkupakkinn færir fullveldi Íslands í orkumálum til ESB.--- Þetta er rangt. Yfirráð bæði íslenskra opinberra aðila og einkaaðila yfir orkukerfum og orkulindum okkar hér á landi haldast fullkomlega. Löggjafanum hér ber t.d. að setja reglur um samræmt auðlindagjald svo eigendur orkuréttinda fái fullan ávinning af sínum auðlindum, svo sem vatnsréttindum. Þetta er krafa ESB og núna er starfshópur á vegum ráðun eyta að vinna að útfærslu. Ákvarðanir um uppbyggingu kerfisins bæði flutnings og vinnslu eru í höndum íslendinga. ESB skipar ekki fyrir um byggingu nýrra mannvirkja. O3 býr hins vegar til markaðsumhverfi fyrir viðskipti með raforku og tryggir ramma um rekstur markaðar með jöfnum aðgangi aðila og hefur samræmt eftirlit með því markaðsumhverfi, svo kaup og sala þessarar vöru geti stuðlað að því að sem mest verðmæti fáist fyrir hana.

2. Íslenska raforkan, sem enn er í eigu Íslendinga, fer á sameiginlegan uppboðs-orkumarkað ESB. Íslendingar munu því ekki lengur ráða raforkuverðinu á Íslandi. --- Þetta er rangt. Orkan fer ekki á sameiginlegan uppboðsmarkað nema að seljandi vilji slíkt, hann getur gert samninga til hliðar við markaðinn (Svo sem s.k. CFD samninga) og aðra tvíhliða samninga. Orkverð hér hefur í langtímaramningum lengi ráðist af framboði og eftirspurn t.d. eftirspurn stóriðjuvera í einangruðu kerfi. Íslendingar hafa því aldrei ráðið orkuverðinu einir, það ræðast á markaði, sem er gott þar sem slíkir markaðir markaðir leiða fram mest verðmæti auðlindarinnar.

3. Allar undantekningar í verðlagningu raforku af hálfu ríkisins verða bannaðar t.d. að selja ódýrari raforku til garðyrkjubænda.--- Þetta er rangt. Víðtæk neytendavernd skyldar íslensk stjórnvöld til að gæta hagsmuna almennings skv skjali 72/2009 og ber að selja almenningi og smærri fyrirtækjum orkuna á eðlilegu verði sem stjórnvöld geta ákveðið skv texta neytendaverndarákvæðanna. Þetta á einnig við smærri fyrirtæki og getur átt við garðyrkubændur hafi þeir veltu og starfmannafjölda undir tilteknu hámarki. Rétt er að vitna í skjal 72/2009, en textinn er í 3 mgr, 2. kafli, 3. grein og er þannig: "Aðildarríkin skulu tryggja að á yfirráðasvæði þeirra eigi allir viðskiptavinir sem kaupa til heimilisnota og, eftir því sem aðildarríkin telja rétt, lítil fyrirtæki (nánar tiltekið fyrirtæki með færri en 50 starfandi einstaklinga og ársveltu eða efnahagsreikning sem er ekki meiri en 10 miljónir evra), rétt á alþjónustu, þ.e. að fá afhenta raforku af tilteknum gæðum á sanngjörnu verði sem er auðveldlega og greinilega samanburðarhæft, gagnsætt og án mismununar. Til að tryggja að alþjónusta sé veitt er aðildarríkjunum heimilt að tilnefna skyldubirgi. Aðildarríkin skulu leggja þá skyldu á dreifingarfyrirtæki að tengja viðskiptavini við net þeirra með skilmálum, skilyrðum og samkvæmt gjaldskrá sem ákveðin er í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 37. gr. Ekkert í þessari tilskipun skal koma í veg fyrir að aðildarríkin styrki markaðsstöðu neytenda, sem kaupa til einkanota, og lítilla og meðalstórra neytenda með því að stuðla að möguleikanum á valfrjálsri sameiningu um fyrirsvar fyrir þennan flokk neytenda.", sbr https://egillbenedikt.blog.is/blog/egillbenedikt/

4 Við getum verið þvinguð til að leggja sæstreng og selja raforku til ESB með tilheyrandi orkuskorti og verðhækkunum á Íslandi.---Þetta er rangt, það leggur enginn hingað sæstreng nema að gerðir hafi verið einhverjir samningar t.d. við vinnsluaðila eins og Landsvirkjun um afhendingu orku og viðskipti með hana og síðast en ekki síst flutning um strenginn. Sæstrengur er bara flutningsaðili fyrir tiltekna vöru. Hann er þannig eins og t.d. Eimskip eða önnur futningafyrirtæki, hann er flutningatæki sem flytur vöru gegn gjaldi og er alltaf á okkar forsendum t.d með landtöku, en gjaldtakan er undir eftirliti ESB þegar um einokun er að ræða. Hvað er athugavert að fá einkarekin erlend flugfélög hér sem bjóða flutninga fólks. Hvað er athugavert við að fá einkarekin erlend félög sem bjóða flutningaþjónustu með vörur almennt. Það er óþarfi að óttast sæstreng, það eina sem hann gerir er að hann býður upp á möguleikann að selja auðlindir okkar á hæsta mögulega verði. Það er einnig mikilvægt að þessi stærsta auðlind landsins hækki í verði og þá getur auðlindaávinningurinn sem áður er nefndur auðveldlega greitt niður neytendaverndina sem áður er einnig getið.

5. Sæstrengur mun auka álagið á náttúru Íslands sem nóg er fyrir vegna virkjanaæðis, sem mun grípa um sig hér á landi. --- Þetta er alrangt og þarf ekki að fjölyrða um það frekar

6. Innleiðing 3. orkupakka ESB kallar á 4. orkkupakka ESB, sem kallar á 5. orkupakka ESB. Þetta er útúrsnúningur, það sem þessir orkupakkar gera allir er að skilgreina og þróa áfram virkt viðskiptaumhverfi þar sem unnt er að eiga viðskipti með rafmagn og hvernig á t.d. að fella breytilega endurnýjanlega orku inn í viðskiptaumhverfið (Vindorka, sólarorka) og raforkukerfið þannig að unn sé að anna eftirspurn og tengja saman kaupendur og seljendur í markaðsumhverfi.


3. orkupakkinn og neytendavernd

Um 3. Orkupakkann og óttann við hækkun orkuverðs á Íslandi verði hann samþykktur. Orkupakkinn hefur ítarlegar reglur um neytendavernd þ.e. vernd minni fyrirtækja og almennings fyrir óeðlilegum hækkunum raforkuverðs. Því ætti að vera augljóst samkvæmt þessum reglum að íslensk stjórnvöld mega - og ber reyndar skylda til að afhenda almenningi og minni fyrirtækjum órdýrari orku en markaðsverð í heildsölu mundi segja til um, ef slíkt orkuverð mundi hækk verulega í kjölfar sæstrengs t.d. í íslenskri raforkukauphöll. Gleymum því heldur ekki að nú þegar kaupa erlendir fjárfestar (stóriðja) um 83 % af allri raforku hér á landi. Að mínu mati ættu því að vera hæg heimantökin að nota tekjur af heildsölu samfara almennri hækkun orkuverðs til að niðurgreiða til almennings. Það ætti einnig að vera augljóst að það er mjög mikilvægt að sem hæst verð fáist fyrir þessa eina stærstu auðlind þjóðarinnar, alveg eins og það er mikilvægt að hátt verð fáist fyrir fiskinn sem flutttur er út. Þess vegna er einkennileg hræðslan við að verð þessarar auðlindar hækki, ég tala nú ekki um óttann við sæstreng. Ofangreindar neytendaverndarreglur líta svona út í opinberri þýðingu skjals 72/2009 um Orkupakka 3 og ég bendi einnig á að ekki er unnt að tryggja án O3 að íslenskir stjórnmálamenn mundu lækka verð til heimila ef verð hækkaði hér og enginn orkupakki, þetta eru einfaldlega reglur/lög sem eru hluti af O3 Textinn er í 3 mgr, 2. kafli, 3. grein og er þannig: "Aðildarríkin skulu tryggja að á yfirráðasvæði þeirra eigi allir viðskiptavinir sem kaupa til heimilisnota og, eftir því sem aðildarríkin telja rétt, lítil fyrirtæki (nánar tiltekið fyrirtæki með færri en 50 starfandi einstaklinga og ársveltu eða efnahagsreikning sem er ekki meiri en 10 miljónir evra), rétt á alþjónustu, þ.e. að fá afhenta raforku af tilteknum gæðum á sanngjörnu verði sem er auðveldlega og greinilega samanburðarhæft, gagnsætt og án mismununar. Til að tryggja að alþjónusta sé veitt er aðildarríkjunum heimilt að tilnefna skyldubirgi. Aðildarríkin skulu leggja þá skyldu á dreifingarfyrirtæki að tengja viðskiptavini við net þeirra með skilmálum, skilyrðum og samkvæmt gjaldskrá sem ákveðin er í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 37. gr. Ekkert í þessari tilskipun skal koma í veg fyrir að aðildarríkin styrki markaðsstöðu neytenda, sem kaupa til einkanota, og lítilla og meðalstórra neytenda með því að stuðla að möguleikanum á valfrjálsri sameiningu um fyrirsvar fyrir þennan flokk neytenda."


Um bloggið

Egill Benedikt Hreinsson

Höfundur

Egill Benedikt Hreinsson
Egill Benedikt Hreinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0200
  • orka
  • IMG_0189

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband