3. orkupakkinn og neytendavernd

Um 3. Orkupakkann og óttann við hækkun orkuverðs á Íslandi verði hann samþykktur. Orkupakkinn hefur ítarlegar reglur um neytendavernd þ.e. vernd minni fyrirtækja og almennings fyrir óeðlilegum hækkunum raforkuverðs. Því ætti að vera augljóst samkvæmt þessum reglum að íslensk stjórnvöld mega - og ber reyndar skylda til að afhenda almenningi og minni fyrirtækjum órdýrari orku en markaðsverð í heildsölu mundi segja til um, ef slíkt orkuverð mundi hækk verulega í kjölfar sæstrengs t.d. í íslenskri raforkukauphöll. Gleymum því heldur ekki að nú þegar kaupa erlendir fjárfestar (stóriðja) um 83 % af allri raforku hér á landi. Að mínu mati ættu því að vera hæg heimantökin að nota tekjur af heildsölu samfara almennri hækkun orkuverðs til að niðurgreiða til almennings. Það ætti einnig að vera augljóst að það er mjög mikilvægt að sem hæst verð fáist fyrir þessa eina stærstu auðlind þjóðarinnar, alveg eins og það er mikilvægt að hátt verð fáist fyrir fiskinn sem flutttur er út. Þess vegna er einkennileg hræðslan við að verð þessarar auðlindar hækki, ég tala nú ekki um óttann við sæstreng. Ofangreindar neytendaverndarreglur líta svona út í opinberri þýðingu skjals 72/2009 um Orkupakka 3 og ég bendi einnig á að ekki er unnt að tryggja án O3 að íslenskir stjórnmálamenn mundu lækka verð til heimila ef verð hækkaði hér og enginn orkupakki, þetta eru einfaldlega reglur/lög sem eru hluti af O3 Textinn er í 3 mgr, 2. kafli, 3. grein og er þannig: "Aðildarríkin skulu tryggja að á yfirráðasvæði þeirra eigi allir viðskiptavinir sem kaupa til heimilisnota og, eftir því sem aðildarríkin telja rétt, lítil fyrirtæki (nánar tiltekið fyrirtæki með færri en 50 starfandi einstaklinga og ársveltu eða efnahagsreikning sem er ekki meiri en 10 miljónir evra), rétt á alþjónustu, þ.e. að fá afhenta raforku af tilteknum gæðum á sanngjörnu verði sem er auðveldlega og greinilega samanburðarhæft, gagnsætt og án mismununar. Til að tryggja að alþjónusta sé veitt er aðildarríkjunum heimilt að tilnefna skyldubirgi. Aðildarríkin skulu leggja þá skyldu á dreifingarfyrirtæki að tengja viðskiptavini við net þeirra með skilmálum, skilyrðum og samkvæmt gjaldskrá sem ákveðin er í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 37. gr. Ekkert í þessari tilskipun skal koma í veg fyrir að aðildarríkin styrki markaðsstöðu neytenda, sem kaupa til einkanota, og lítilla og meðalstórra neytenda með því að stuðla að möguleikanum á valfrjálsri sameiningu um fyrirsvar fyrir þennan flokk neytenda."


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Benedikt Hreinsson

Höfundur

Egill Benedikt Hreinsson
Egill Benedikt Hreinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0200
  • orka
  • IMG_0189

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband