Málshöfðun gegn Belgíu vegna vanefnda að tryggja virkt markaðsumhverfi.

Samkvæmt fréttatilkynningu ESB https://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-4254_en.htm hefur Belgía ekki staðið við samninga um að koma á virku markaðsumhverfi fyrir raforku. Því hefur ESB höfðað mál. Samkvæmt fréttatilkynningunni felst þetta í eftirtöldum þátta, einum eða fleiri:

  1. Ekki hefur verið tryggt að eftirlitsaðilinn (N.k. Orkustofnun Belgíu) sé óháður markaðsaðilum sem taka þátt í raforjkumarkaðnum og einnig óháður pólitískum stjórnvöldum. Það samræmist ekki góðum virkum markaðsreeglum að eftirlitsaðilinn með markaðnum taki við skipiunum frá pólitískt kjörnum aðilum (t.d.) eða framleiðendum eða millisölum og öðrum sem stunda kaup og sölu á vörunni raforka á markaðnum.
  2. Ekki hefur verið tryggt að eigendur eða rekstraraðilar flutningskerfisins séu óháðir framleiðendum, þ.e. söluaðilum orku eða kaupendum orku á markaðnum. Það samræmist sem sé ekki virkum markaðsreglum að flutningsaðili, þ.e. sá sem rekur flutningsvirki eða flutningskerfi og flytur vöruna, sé tengdur þeim sem verslar með vöruna aá markaði. Eins og ég hef bent á annars staðar, er unnt að sjá þetta skýrt með dæmum úr öðrum þjónustukerfum. Hvað mundu ökumenn leigubíla segja ef tiltekin leigubílastöð ætti hluta af gatnakerfi Reykjavíkur og legði óeðlilega hátt veggjald á hinar stöðvarnar og ökumenn þeirra fyrir að fá að aka þessar götur?. Hvað mundu flutningabílstjórar segja ef samkeppnisaðili ræki eða stjórnaði vegakerfinu og tæki veggjöld sem tryggðu ekki óyggjandi sama aðgang allra flutningsaðila sem eru í samkeppni um flutninga á vörum um landið?

Nú bregður svo við að vegna þessa máls er varðar markðasumhcerfið í Belgíu birtist "fréttaskýring" í Morgunblaðinu, þar varað er við hættunni af málshöfðun gegn Íslandi á grundvelli 3. orkupakkans.

Ef og þegar ofangreindar viðurkenndar vinnureglur um virkt markaðsumghverfi eru að fullu virtar og innleiddar á Íslandi þ.e. tryggður fullur aðskilnaður flutnings- og markaðsaðila og sjálfstði eftirlitsaðila, eins og áður er getið ættti ekki að vera hætta á slíkri málssókn. En ég spyr: Getur verið að undirliggjandi slíkri "fréttaskýringu" í Mbl sé sú skoðun Mbl að það vilji halda áfram pólitískum ítökum í rekstri íslensks raforkumarkaðar og að ekki sé tryggður jafn aðgangur aðila sem kaupa og selja rafmagn að flutningi rafmagnsins/vörunnar?IMG_0189

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugtakið fréttaskýring hefur núorðið ekki sömu merkingu og áður fyrr í Morgunblaðinu. 

Þorsteinn Siglaugsson, 9.8.2019 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Benedikt Hreinsson

Höfundur

Egill Benedikt Hreinsson
Egill Benedikt Hreinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0200
  • orka
  • IMG_0189

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband